lock search attention facebook home linkedin twittter

Stefnu­mótun

Stefnumótun felst í að skilgreina starfsemi og grundvöll til framtíðar, hver sé viðeigandi þróun í ljósi þess, hver markmiðin séu og hvernig eigi að ná þeim.

Breytingar í efnahagsmálum og samfélaginu öllu kalla á viðbrögð stjórnenda og nýja nálgun. Þeir þurfa m.a. að átta sig á því hvernig best sé að halda eða styrkja stöðu þeirra starfseininga sem þeir bera ábyrgð á, miðað við breyttar aðstæður.

Stefna samhæfir ólíka þætti í starfsemi fyrirtækja og stofnana, hjálpar stjórnendum að velja úr fjölda tækifæra, auðveldar ákvarðanatökur og leiðir til þess að betri ákvarðanir verði teknar með því að horft er til allra átta. Síðast en ekki síst stuðlar hún að því að fyrirtæki og stofnanir skilgreini með skýrum hætti sérstöðu sína og virðisauka, bæði fyrir sig og viðskiptavini sína, og beini markvisst kröftum að því sem skilar mestum árangri til lengri tíma.

Nálgun Capacent í stefnumótun byggir á skýru og markvissu ferli til að tryggja árangur af þeirri fjárfestingu sem í verkefninu felst, bæði í tíma og kostnaði. Þessu ferli má skipta í þrennt: Greiningu, úrvinnslu og innleiðingu.

Greining, úrvinnsla og innleiðing

Greining
Vönduð greining og sameiginleg sýn stjórnenda á núverandi stöðu er lykilatriði til að ná góðum árangri af stefnumótun. Af þeim ástæðum er upphaf stefnumótunarferlis Capacent fólgið í að rýna bæði í innra og ytra umhverfi fyrirtækisins. Capacent býr yfir reyndum greiningaraðferðum og aðstöðu til ytri rannsókna til þess að tryggja fagleg vinnubrögð og skýra sýn.

Úrvinnsla / stefnumótun
Hér er farið yfir þá valmöguleika sem til greina koma fyrir fyrirtækið, þeim stillt upp og mat lagt á kosti og galla hvers og eins. Spurningunni „Hver er grundvöllurinn fyrir tilveru fyrirtækisins?“ er velt upp á þessu stigi málsins og hlutverk þess skilgreint. Jafnframt er umfang starfseminnar skilgreint, eins og kjarni vöru- og þjónustuframboðs, ásamt þeim markaðssvæðum eða markhópum sem ákveðið er að beina kröftum að.

Innleiðing
Ítarleg innleiðingaráætlun er gerð um þær aðgerðir sem þarf til að unnt sé að ná þeirri stefnu og framtíðarsýn sem mótuð var í öðrum hluta ferilsins. Þá er aðstoðað við að miðla stefnunni með umræðuferli í allri starfsemi viðskiptavinarins svo tryggt sé að starfsmenn skilji betur áform fyrirtækisins og áhrif stefnunnar á störf þeirra og verkefni.