lock search attention facebook home linkedin twittter

Samfé­lags­á­byrgð fyrir­tækja

Kjarni samfélagsábyrgðar fyrirtækja (Corporate Social Responsibility) er sá skilningur að fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og starfsemi þeirra hefur áhrif, á fólk, á umhverfið, efnahagslífið og samfélagið. Þeim ber því að starfa með ábyrgum hætti.

Þróunin alþjóðlega er sú að fyrirtæki samþætti samfélagsábyrgð við alla starfsemi sína. Það er sú þróun sem er að hefjast hér á landi og fyrirtæki sjá tækifæri til aðgreiningar með slíkri stefnumótun.

Það hvernig fyrirtæki nálgast samfélagsábyrgð ræðst  af mörgu, t.d. eðli starfsemi, fyrirtækjamenningu og hefðum. Hvert fyrirtæki verður að finna sinn takt. Það þýðir að markmiðasetning og stefnumótun í samfélagsábyrgð samræmist hagsmunum og heildarstefnumótun sem nýtist fyrirtækjum í aðgreiningu og eflir trúverðugleika. Jafnframt eru fjölmörg dæmi um að slík vinna hafi dregið úr áhættu og ýtt undir nýsköpun í rekstri.

Til að stefna í samfélagsábyrgð sé trúverðug verður hún að vera sýnileg og gagnsæ. Fyrsta skrefið er að greina stöðu mála innan fyrirtækisins enda eru flest fyrirtæki þegar að vinna margvísleg verkefni sem falla undir svið samfélagsábyrgðar.

Nálgun Capacent miðar að því að stefna í samfélagsábyrgð skili betri rekstri, geri fyrirtækið að betri kosti fyrir viðskiptavini, að betri vinnustað, að fyrirtæki vinni að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og skilgreini með hvaða móti það leggi sitt af mörkum til betra samfélags.

Helstu skref:

  • Greining á verkefnum á sviði samfélagsábyrgðar sem þegar eru til staðar
  • Greining á áskorunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir á sviði samfélagsábyrgðar
  • Greining á helstu hagaðilum (stakeholder analysis)
  • Mótun lykilverkefna á sviði samfélagsábyrgðar
  • Innleiðing stefnu á sviði samfélagsábyrgðar
  • Gerð samfélagsskýrslu

Samfélagsskýrslur

Fyrirtæki kjósa í auknum mæli að gefa út svokallaðar samfélagsskýrslur (sustainability reports) þar sem greint er frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum áhrifum starfseminnar.

Til eru samræmdar aðferðir við framsetningu á upplýsingum  í slíkum skýrslum og styðjast flest fyrirtæki við aðferðafræði sem kennd er við GRI eða Global Reporting Initiative.  Þá kjósa mörg fyrirtæki að gerast aðilar að samfélagsábyrgðarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, UN Global Compact.

Mikilvægt er horfa á skýrslugerðina sem ferli þar sem skýrslan sjálf er einungis ein af afurðunum. Stefnumótunin og markmiðasetningin í tengslum við vinnuna skipta mestu og þær mælingar sem vinnan leiðir af sér geta verið mikilvægt stjórntæki.

Hjá Capacent starfa ráðgjafar sem hafa lokið vottuðu námskeiði hjá Lodestar í Bretlandi við gerð samfélagsskýrslna á grundvelli aðferðafræði GRI.