lock search attention facebook home linkedin twittter

Jafn­rétt­is­vísir Capacent

Jafnréttisvísir Capacent er verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu.

Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Í stöðumatinu er horft til nokkurra lykilþátta:
• Menningar, samskipta og vinnuumhverfis
• Stefnu og skipulags
• Skipurits
• Launa
• Fyrirmynda

Notaðir eru mælikvarðar eins og kynjahalli í launadreifingu og glerþakslíkan. Einnig er leitast við það að fá uppá yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja. Fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu hljóta viðurkenningu þar sem formlega er vottað að fyrirtækið sé aðili að Jafnréttisvísi Capacent og öðlast þá rétt til þess að nota merkið í kynningarefni.
Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna, eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.


Notaðar eru teikningar eftir Rán Flygering sem sýna á skoplegan hátt hvernig fordómar leynast í menningu fyrirtækisins.