lock search attention facebook home linkedin twittter

Design Thinking

Í aðferðafræði Design thinking er lögð áhersla á upplifun, samkennd með notendum og nýsköpun.

Leitast er við að nota skapandi aðferðir til að varpa nýju ljósi á viðfangsefnið og eru framsækin fyrirtæki og stjórnvöld í auknum mæli farin að nýta sér þessa aðferðafræði.  Með því að leiða saman þverfagleg teymi nýtist aðferðin vel til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Aðferðin tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Design Thinking aðferðafræðin verður æ vinsælli sem stefnumótunartæki hjá fyrirtækjum og stofnunum víða um heim en þau fyrirtæki sem m.a. hafa nýtt sér hana eru Pepsi, Deutche Bank og Mayo Clinic.

Hugmyndafræði Design Thinking er notuð í stefnumótun, vinnustofum og kortlagningu ferðalags viðskiptavina (Customer Journey Map) þar sem áherslan er á upplifun.