lock search attention facebook home linkedin twittter

Þarfa­greining, val og innleiðing upplýs­inga­kerfa

Án þarfagreiningar og skýrt skilgreindra markmiða er mun erfiðara að ná fram þeim árangri sem að er stefnt með nýju kerfi.

Vel skilgreindar þarfir eru sá grunnur sem Capacent byggir á við val á hugbúnaði. Ráðgjafar Capacent búa yfir reynslu af helstu kerfum sem eru í notkun hér á landi, ásamt yfirgripsmikilli þekkingu á bestu venjum í sambandi við öll helstu ferli. Þessi reynsla hefur reynst verkkaupum mikilvæg í valferlinu.

Lausn Capacent byggir á vinnufundum með notendum og stjórnendum. Einnig er farið í ferlagreiningar þar sem það á við ásamt því að öll helstu lykilferli eru skoðuð. Capacent hefur byggt upp gagnagrunn með almennum og sérhæfðum kröfum til upplýsingakerfa og kerfishluta. Þessi gagnagrunnur gerir alla vinnu við þarfagreiningu skilvirkari.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af þarfagreiningum og hafa aðstoðað mörg af stærri fyrirtækjum landsins á því sviði. Capacent hefur einnig aðstoðað fyrirtæki við samningagerð vegna kaupa á upplýsingakerfum, verkefnastjórn við innleiðingu kerfa o.fl. Færst hefur í aukana að fyrirtæki fái ráðgjafa til að sinna verkefnastjórn, vera verkefnastjóra innan handar í ýmsum verkefnum eða til að sitja í stýrihópi verkefna. Capacent vinnur eftir viðurkenndum aðferðum við verkefnastjórnun.