lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórnun hugbún­að­ar­eigna

Hugbúnaður og upplýsingakerfi eru oft grundvöllur framleiðni og samkeppnisfærni fyrirtækja. Leyfismálin eru því grundvallaratriði þegar kemur að rekstrarlegu áhættumati en rekstraráhætta er á borði stjórnar og framkvæmdastjórnar.

Capacent aðstoðar við stöðumat hugbúnaðarleyfismála. Slíkt mat auðveldar fyrirtækjum að ná yfirsýn yfir þau hugbúnaðarleyfi sem eru í rekstri og hvaða kröfur og réttindi þeim fylgja. Skoðað er og rýnt hvort fyrirtækið sé að greiða fyrir öll leyfi sem eru í notkun eða jafnvel hvort verið sé að greiða fyrir leyfi sem ekki eru notuð.

Capacent aðstoðar fyrirtæki jafnframt við útfærslu og innleiðingu á stjórnkerfi fyrir hugbúnaðarumsýslu. Aðferðarfræði Capacent byggir að miklu leyti á alþjóðlegum staðli (ISO 19770-1 Information Technology – Software Asset Management) og fellur vel að öðrum stöðlum eins og t.d. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 eða ITIL.

Betri yfirsýn og markviss stýring hugbúnaðarleyfa gerir fyrirtækjum kleift að velja bestu leiðir hverju sinni m.t.t. rekstrarfyrirkomulags og stefnu í upplýsingatæknimálum.

Örfá fyrirtæki hafa innleitt stjórnkerfi fyrir hugbúnaðarumsýslu. Stjórnendur telja þessi mál almennt vera á ábyrgð tölvudeildar, einkum þar sem kaup á leyfum og uppfærslum eru oftast hluti af fjárhagsáætlun tölvudeildar.

Flexera Software

Capacent er vottaður samstarfsaðili Microsoft í „Software Asset Management“ og umboðsaðili Flexera Software á Íslandi en Flexera er leiðandi á heimsvísu við stjórnun og utanumhald hugbúnaðarleyfa.