lock search attention facebook home linkedin twittter

Stefnu­mótun í upplýs­inga­tækni

Það er hverju fyrirtæki nauðsynlegt að hafa skipulag og rekstur upplýsingatæknimála í góðu lagi og víða er stefnumótun varðandi þróun og hagnýtingu upplýsingatækni lykilatriði til árangurs í rekstri.

Stefnumótunin gengur oftast út á að finna hagkvæmustu leiðir til að hagnýta möguleika upplýsingatækninnar, bæði til nýsköpunar og stuðnings við daglegan rekstur. Í framhaldinu er mikilvægt að skilgreina og innleiða þær aðgerðir og breytingar sem stefnt er að.

Nálgun Capacent

Upplýsingatæknideildir eiga það til að einangrast innan fyrirtækja og stofnana og vera ekki virkir þátttakendur í stefnumótun og nýsköpun. Í stefnumótun er megintilgangurinn að skerpa á framtíðarsýn og skilgreina markmið og leiðir í þeirri vegferð.

Stefnumótun í upplýsingatækni er ósköp lík hefðbundinni stefnumótun nema það að hún snýst um tækni og um að tryggja að þeir sem sjá um þróun og rekstur upplýsingakerfa séu að vinna í takti við aðrar einingar fyrirtækisins. Með öðrum orðum þá verður upplýsingatæknistefna að styðja við framtíðarsýn og stefnur á viðskiptasviðinu.