lock search attention facebook home linkedin twittter

Stafræn stjórn­sýsla

Rafræn stjórnsýsla og þjónusta snýst um að hagnýta upplýsingatækni í starfsemi hins opinbera í þeim tilgangi að auka þjónustu við almenning og fyrirtæki og ná fram fjárhagslegum ávinningi fyrir samfélagið.

Einnig felst í þessum lausnaflokki ráðgjöf sem tengist rafrænum kosningum, skoðanakönnunum og samráðsverkefnum þar sem upplýsingatækni er beitt til að safna saman ábendingum, umræðum eða skoðunum hagsmunaðila.

Nálgun Capacent á þessu sviði er víðtæk og getur falist í því að koma að stefnumótandi ákvörðunum, greina valkosti, sinna undirbúningi verkefna og verkefnastjórnun. Einnig eru á þessu sviði verkefni sem snúa að stöðlun og samræmingu í rafrænum samskiptum stjórnsýslunnar. Stofnanir sem hafa í hyggju að hrinda í framkvæmd verkefnum á þessu sviði þurfa oft utanaðkomandi aðstoð til að skilgreina verkefni og stýra þeim, auk þess sem gæta þarf vel að samráði við hagsmunaaðila utan stjórnsýslunnar, s.s. atvinnulíf og sveitarfélög eins og við á.

Algeng verkefni

  • Rafræn meðferð og afgreiðsla mála í stjórnsýslunni.
  • Aðgengi að opinberum upplýsingum og þjónustu.
  • Aðkoma almennings að stefnumörkun og ákvarðanatöku opinberra aðila.
  • Greining á fjárhagslegum ávinningi.
  • Öryggi sem tengist erindum og auðkenningu einstaklinga og fyrirtækja.

Einnig eru verkefni á þessu sviði tekin út til að greina hvað hefur gengið vel, hvað hefur gengið síður og hvar ný tækifæri liggja.