lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­lagning

Verðlagning á vöru og þjónustu hefur í mörgum tilfellum úrslitaáhrif á arðsemi fyrirtækja. Þrátt fyrir það byggja verðákvarðanir oftast á undirliggjandi kostnaði eða jafnvel ágiskunum.

Verðlagning hefur bein áhrif á sölu og þar af leiðandi hagnað. Það er því til mikils að vinna því það er vissulega mögulegt að finna rétta verðið hverju sinni.

Verðlagning ætti alltaf að byggjast á því virði sem skilar sér til viðskiptavina og þá að teknu tilliti til markhópa, samkeppni, ímyndar o.fl.  Við mælum ekki með hinni algengu „kostnaður plús“ aðferð þar sem söluverð ræðst alfarið af innkaupsverði eða framleiðslukostnaði. Sú nálgun er ávísun á glötuð tækifæri því ekki er tekið tillit til virðis í augum viðskiptavina og markaðsstöðu seljandans.

Capacent aðstoðar viðskiptavini við að ná árangri við verðlagningu með margvíslegum hætti, allt frá því að greina einstaka markaði og virði vöru/þjónustu í augum viðskiptavina og yfir í að þjálfa starfsfólk og breyta verkferlum.

Eftirfarandi er upptalning á nokkrum lausnum sem tengjast verðlagningu með beinum eða óbeinum hætti:

  • Þjónustustjórnun
  • Vörumerkjastjórnun
  • Greining á rekstri og hagræðing
  • Virðisstjórnun og virðistré
  • Smíði rekstrar- og fjármálalíkana