lock search attention facebook home linkedin twittter

Straumar & stefnur

Þau sem fylgjast vel með straumum og stefnum meðal neytenda (consumer trends) geta svarað slíkum spurningum og brugðist við tímanlega. Þekkingin hjálpar fyrirtækjum að ná samkeppnisforskoti í síbreytilegum heimi.

Capacent er í samstarfi við alþjóðlegt fyrirtæki sem fylgist náið með breytingum á viðhorfum, hegðun og væntingum almennings – alls staðar í heiminum.

Með því að fylgjast náið með slíkum breytingum verða fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar betur í stakk búinn til að standast væntingar og veita góða þjónustu, efla vöruframboð sitt og standast samkeppni.

Vöktun strauma er þannig mikilvægur hluti stefnumótunar, þróunar nýrra lausna, við stofnun nýrra deilda eða fyrirtækja.

Breytingar á hegðun, væntingum og viðhorfum neytenda eru skoðaðar útfrá ýmsum atvinnugreinum eða sérstökum geirum atvinnulífs og opinberrar þjónustu. Viðeigandi straumar eru dregnir fram og heimfærðir upp á starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem á í hlut hverju sinni. Þannig má skoða breytingar sem tengjast skipulagi borga, ferðaþjónustu, verslun og fjármálafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt og innlend og erlend dæmi nýtt til stuðnings.

Unnið er með strauma og stefnur í fyrirlestrum, greinargerðum og á vinnustofum með starfsfólki.

Hvað er að frétta af neytendum, hvað er nýtt?

Straumar og stefnur geta nýst fyrirtækjum og opinberum aðilum til að sjá betur hvað er framundan. Þekkinguna má nýta í stefnumótun, á vinnudegi starfsfólks, við mótun þjónustustefnu, þróun vildarkerfis, við áætlanagerð og endurmat á viðskiptalíkani.