lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­stjórnun

Skipulagt ferli og skipulögð stýring sölu er lykillinn að því að ná haldbærum árangri í sölustarfi.

Sala og skipulögð stýring sölu þarf að vera vel ígrunduð með tilliti til þekkingar sölufólks á vörum og þjónustu, sem og þekkingu á áherslum samkeppnisaðila og réttri verðlagningu. Einnig er rétt skilgreining markhópa mikilvæg sem og skipulögð sókn til núverandi og væntanlegra viðskiptavina.

 

Nálgun Capacent

Nálgun Capacent byggir á skipulögðu söluferli sem felur í sér gerð söluáætlunar, undirbúning sölunnar, þekkingu á vörum og þjónustu, skilgreiningu á markhópum, móttöku viðskiptavina, skilgreiningu þarfa, framsetningu á lausn, viðbrögð við efasemdum viðskiptavinar, lokun sölu og eftirfylgni eftir sölu.

Stór þáttur í ferlinu er greining stöðunnar sem fylgt er eftir með þeim lausnum sem þörf er á og oftar en ekki byggja á öflugri þjálfun sölumanna.

Einnig er töluverð áhersla lögð á að teikna upp heildstæða mynd söluferlisins sem byggir á hugmyndafræði Wilson Learning um stjórnun viðskiptatengsla. Þar er einblínt á fjóra lykilþætti; tengslamyndun; þarfagreiningu; sannfæringu lausna og stuðning eftir sölu.