lock search attention facebook home linkedin twittter

Mark­hópa­greining

Misjafnt er hvað hentar hverju og einu fyrirtæki og því krefst árangur á markaði þess að fyrirtækin þekki þann hóp eða hópa sem það vill ná til.

Þekking á markhópi gerir allt markaðsstarf hnitmiðaðra og hámarkar nýtingu þeirra fjármuna og þess tíma sem notaður er til að ná til hópsins.

Með því að greina markhópa er hægt að nálgast það hverjir eru móttækilegastir fyrir vörum eða þjónustu fyrirtækisins, hvað einkennir þann hóp, hefur hann sérstakan lífsstíl og hvar er hægt að ná til hans.

Markhópar

  • Hvaða hópar eru móttækilegastir fyrir vöru eða þjónustu fyrirtækis?
  • Hver er markhópurinn?
  • Hvað vill hann?
  • Hvar má ná til hans og á hvaða hátt?
  • Hefur hann sérstakan lífsstíl?
  • Hver er ætlun hans, viðhorf og langanir?