lock search attention facebook home linkedin twittter

Mark­aðsmál

Samkeppni á öllum mörkuðum hefur harðnað undanfarin ár og um leið hafa kröfur viðskiptavina aukist um vörur og þjónustu sem sniðin er að þeirra þörfum.

Skýr markaðsstefna, vel skilgreindur markhópur og skilvirk útfærsla markaðsáætlana eru því lykilþættir fyrir árangur fyrirtækja og stofnana.
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að skynja þarfir markaðarins, vita hver sé ímynd þeirra og þekkja viðhorf viðskiptavina gagnvart þeim.

Ráðgjafar Capacent vinna með fyrirtækjum á öllum sviðum við skipulagningu og stjórnun markaðsmála með áherslu á mótun og framkvæmd markaðsstefnu. Lykilatriðið er aðstoð við gerð markaðsáætlana, þar sem tilgreindar eru aðgerðir um öflun upplýsinga um markaðinn, áherslur á einstaka markhópa, markaðssetningu, sölu, stjórnun viðskiptatengsla, þjónustu og mat á árangri.

Öflug greining dregur fram alla meginþætti í markaðslegri vinnu fyrirtækja og leiðir það í ljós hvort veikleikinn eða rót vandans liggja í ófullnægjandi markaðsrannsóknum, markaðsáætlunum eða skilgreiningum á markhópum. Jafnframt skilar hún niðurstöðu um hvort lausnirnar séu nægjanlega vel skilgreindar, hvort starfsfólk sé nægjanlega vel þenkjandi í sínum störfum og hvort þjónustan get verið betri.

 

 

Betri ímynd og þjónusta

Með því að átta sig á hvar betur megi gera í þjónustu og markaðsmálum næst fram margvíslegur ávinningur sem felst í skýrari sýn á stefnu og framtíð. Fyrirtæki fá betri sýn á markaðinn, ímynd þeirra verður betri og þjónustan batnar. Þau ná betur að skilgreina markhópa sína, markaðsrannsóknir og þjónustukannanir verða markvissari og auðveldara verður að stýra viðskiptatengslum og meta árangur þeirra.