lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórnun aðfanga­keðj­unnar

Markmiðið er að vörurnar skili sér á réttan stað, á réttum tíma, fyrir ásættanlegan kostnað.

Stjórnun aðfangakeðjunnar snýst um að samræma aðgerðir aðila í keðjunni, allt frá framleiðanda eða birgi til flutningsaðila, gengum dreifingaraðila til smásöluaðila og að lokum til viðskiptavina. Markmiðið er að til verði samræmd atburðarás þar sem samskipti og traust eru til staðar og aðilar starfa sem ein heild með sameiginleg markmið og straumlínulöguð ferli. Með því að skoða aðfangakeðjuna sem eina heild má gera ferlið áreiðanlegra og skilvirkara sem skilar sér í bættri þjónustu og lægri kostnaði.

Nálgun Capacent
Í fyrsta lagi vinnur Capacent mat á núverandi stöðu og tækifærum til breytinga. Í öðru lagi vinnur Capacent með fyrirtækinu að undirbúningi og innleiðingu á breytinga sem miða að því að ná þeim árangri sem að er stefnt. Fókusinn er settur á að:

 • Auka traust með því að stofna til samstarfs og huga að langtímasambandi milli aðila í aðfangakeðjunni.
 • Miðla upplýsingum örar til að bæta yfirsýn varðandi eftirspurn, birgðastöðu, afköst, áætlanir og afhendingu.
 • Þróa aðfangakeðjuna sem samræmt ferli í stað aðskilinna ferla.
 • Innleiða stöðugar umbætur fyrir samræmda aðfangakeðju sem mætir þörfum viðskiptavina.

 

Capacent aðstoðar við stjórnun aðfangakeðjunnar:

 • Stefnumörkun og hönnun árangursmælikvarða
 • Samskipti og greining birgja og viðskiptavina
 • Innkaupastjórnun og birgðastýring
 • Stjórnun dreifingar
 • Úthýsing á framleiðslu, lager og dreifingu
 • Líkön við gerð innkaupa og söluspáa
 • Hermun og líkanasmíði af aðfangakeðjunni
 • Notkun upplýsingakerfa til að stýra aðfangakeðjunni
 • Straumlínustjórnun
 • Veltufjárgreining