lock search attention facebook home linkedin twittter

Samfelldur rekstur & neyð­ar­á­ætl­anir

Mikilvægt er að til staðar sé neyðaráætlun sem endurspeglar verklag og viðbrögð verði fyrirtæki eða stofnun fyrir alvarlegum áföllum eða rekstrarstöðvun.

ISO 22301 staðallinn skilgreinir kröfur til stjórnkerfis fyrirtækja um viðbrögð og varnir gegn alvarlegum áföllum. Í stefnu um órofinn eða samfelldan rekstur er ýmsum spurningum svarað, s.s. hver sé yfirmaður neyðaraðgerða, hlutverk og ábyrgð þeirra sem eiga að koma að og stýra neyðaraðgerðum, fjögur mismunandi neyðarstig og ferlalýsing fyrir hvert stig.

Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir nauðsynleg viðbrögð og aðgerðir verði rof á rekstri.

Við áætlunina eru viðaukar sem lýsa ítarlega áætlun um endurreisn lykilkerfa. Í viðauka um endurreisn er t.a.m. farið yfir viðbrögð við endursetningu tiltekinna kerfa og tímaviðmið. Afritunaráætlun er einnig mikilvægur þáttur af áætluninni ásamt lista yfir helstu tengiliði, hjá fyrirtækinu eða stofnuninni ásamt ytri aðilum, birgjum o.s.frv.

Mikilvægt er að meta áhættu áður en áætlun um endurreisn er útbúin. Staðallinn ISO/IEC 27005:2011 er hafður til hliðsjónar við mat á áhættu.