lock search attention facebook home linkedin twittter

Greining á rekstri og hagræðing

Sparnaður er mikilvægur en hagræðing nauðsyn. Tækifæri til hagræðingar og aukinnar framleiðni er ávallt hægt að finna í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Flatur niðurskurður skilar yfirleitt litlu þegar upp er staðið. Hann er í eðli sínu skammtímaaðgerð sem getur valdið auknum kostnaði þegar fram í sækir. Hann bitnar jafnt á nauðsynlegum og verðugum verkefnum og verkefnum sem ekki eru jafn mikilvæg. Við fáum einfaldlega minna af öllu, þörfu sem óþörfu.

Mikilvægar ákvarðanir kalla á vandaðan undirbúning. Með greiningu á einstökum rekstrarþáttum, samanburði við aðra aðila eða bestu framkvæmd má velta fyrir sér valkostum eða koma auga á hagræðingarmöguleika.

Reynsla Capacent

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af rekstrarráðgjöf og hagræðingu í rekstri hvort heldur hjá fyrirtækjum eða opinberum aðilum.

Verkefnin eru af ýmsum toga, allt frá stjórnun vinnufunda um úrbótatækifæri til allsherjar endurskipulagningar á rekstri og skipulagi. Markmiðið er ávallt að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu þess fjármagns sem liggur þar að baki.