lock search attention facebook home linkedin twittter

Ákvarðana- og rekstr­ar­líkön

Þegar flóknari ákvarðanir eru teknar getur verið nauðsynlegt að styðjast við ákvarðana- og rekstrarlíkön sem útfærð eru í Excel eða sérhæfðum hugbúnaði.

Notkun á flóknum Excel líkönum er útbreidd enda möguleikar miklir við útreikninga og framsetningu á tölulegum niðurstöðum. Það frjálsræði sem Excel veitir getur hins vegar skapað villur og önnur vandamál.

Nauðsynlegt er að beita öguðum vinnubrögðum við smíði líkana og sérlausna og því styðst Capacent við bestu aðferðir við hugbúnaðargerð þar sem það á við.

Capacent hefur mikla reynslu af smíði líkana og lausna sem stjórnendur nýta við stjórnun og ákvarðanatöku í rekstri.

Dæmi um lausnir og verkefni á þessu sviði eru:

  • Frammistöðumatskerfið FRAMI sem notað er í fjölda fyrirtækja.
  • Bestunar- og hermilíkön sem notuð eru til að reikna hagkvæmustu leiðir í rekstri.
  • Ýmiss konar uppgjörs-, áætlana- og fjárhagslíkön í Excel sem notuð eru hjá fjölda sveitarfélaga og fyrirtækja.
  • Sjóðstreymis- og verðmatslíkön af ýmsum stærðum og gerðum.
  • Áhættumatslíkön sem notuð eru til að meta rekstraráhættu.
  • Ýmis líkön og greiningartól sem notuð eru við innkaup og stjórnun veltufjármuna.
  • Líkön sem meta launakostnað t.d. í tengslum við kjarasamninga eða breytingum á vaktaskipulagi.