Notkun á flóknum Excel líkönum er útbreidd enda möguleikar miklir við útreikninga og framsetningu á tölulegum niðurstöðum. Það frjálsræði sem Excel veitir getur hins vegar skapað villur og önnur vandamál.
Nauðsynlegt er að beita öguðum vinnubrögðum við smíði líkana og sérlausna og því styðst Capacent við bestu aðferðir við hugbúnaðargerð þar sem það á við.
Capacent hefur mikla reynslu af smíði líkana og lausna sem stjórnendur nýta við stjórnun og ákvarðanatöku í rekstri.