lock search attention facebook home linkedin twittter

Lykil­kort

Lykilkort Capacent er sniðið að hrísluðum markmiðum, skýrum skilaboðum og reglulegri endurgjöf um árangur. Á sama tíma og bæði stjórnendur og starfsfólk geta séð með skýrum hætti hvernig gengur að ná settum markmiðum.

Í dag hefur fjöldi stórfyrirtækja tekið upp nýja nálgun við stjórnun frammistöðu. Aðferðin er talin skila mun meiri árangri en hefðbundnar aðferðir. Árangurinn byggir á tíðum en stuttum samskiptum stjórnenda og starfsfólks, reglulegri markmiðasetningu og eftirfylgni með árangri.

Þegar starfsfólk veit til hvers er ætlast, stjórnendur veita reglulega og tíða endurgjöf, sigrum og áföngum er fagnað og hindranir í verkum fjarlægðar þá stendur starfsfólk sig vel og ánægja eykst.

Það getur verið snúið fyrir stjórnendur að halda utan um alla þessa þætti í starfsmannahópnum. Það er sjaldan þannig að allir starfsmenn séu í nákvæmlega sömu verkefnum, eða að til þeirra séu gerðar nákvæmlega sömu kröfur.

Nú hefur Capacent þróað aðferðafræði og hugbúnað sem sameinar allar þær aðferðir sem eru taldar best til þess fallnar að hámarka árangur einstaklinga.

Lykilkort Capacent gera stjórnanda og starfsmanni auðvelt að búa til klæðskerasniðin viðmið og markmið. Skráning starfsmanns á árangri tekur aðeins nokkrar sekúndur og yfirsýn stjórnenda er hraðvirk og einföld. Auðvelt er að sjá hvernig árangur á markmiðum þróast, hvar árangur er góður og hvar megi gera betur.

Helstu kostir lykilkorts Capacent

 • Jákvæð upplifun notenda
 • Skýr markmið og forgangsröðun
 • Heldur auðveld­lega utan um fjöl­breytt safn mark­miða
 • Lítill undir­bún­ingur stjórn­enda og starfs­fólks fyrir samtöl
 • Auðveld yfirsýn yfir árangur
 • Reynd ráðgjöf
 • Klæð­skera­saumað en einfalt
 • Styður við 4dx, LEAN, TQM, Six Sigma og önnur mælinga- og markmiðadrifin kerfi.
 • Hýst á netinu – kerfið er aðgengi­legt öllum tölvum með netsam­band
 • Sterk eftir­fylgni innbyggð í kerfið
 • Hríslun stefnu – stefnan birtist í skýrum mark­miðum í hverri einingu og hjá hverjum starfs­manni
 • Styður við innleiðingu verkefna
 • Eftirfylgni með langtímamarkmiðum
 • Núverandi staða gerð sýnileg
Stuðningur við innleiðingu Lykilkorta