lock search attention facebook home linkedin twittter

Undir­bún­ingur fyrir jafn­launa­vottun

Nauðsynlegur undanfari jafnlaunavottunar er ítarleg greining á núverandi launasetningu. Í greiningu er lagt mat á áhrif þátta á borð við starf, ábyrgð, starfsaldur, kyn, þekkingu og fleira sem hefur hugsanleg áhrif á laun.

Vand­aðar úttektir á launum eru forsenda fyrir góðum ákvörð­unum varð­andi launa­þróun, hvort sem er við gerð kjara­samn­inga eða innleið­ingu jafn­launa­stefnu.

Það er mikil­vægt fyrir fyrir­tæki og stofn­anir að gera vand­aðar úttektir á launum og starfs­kjörum starfs­manna þegar taka á ákvarð­anir um launa­stefnu. Þetta á ekki síst við þegar skoða á laun kynj­anna, enda jöfn laun almennt ríkur þáttur í mannauðs­stefnum og þeim jafn­rétt­is­á­ætl­unum sem nú eru laga­skylda hjá öllum fyrir­tækjum og stofn­unum með yfir 25 starfs­menn (Lög um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun).

Stefnu­mótun aðila vinnu­mark­að­arins um þróun launa byggir á réttum tölu­legum upplýs­ingum og grein­ingu á kjörum, aðstæðum og óskum félags­manna stétt­ar­fé­laga og annarra hags­mun­aðila. Capacent hefur um árabil fram­kvæmt grein­ingar og úrvinnslu á launa­kjörum, launa­myndum, starfs­að­stæðum og fleiru fyrir fyrir­tæki og félaga­samtök. Ráðgjafar Capacent hafa einnig mikla reynslu af að fella launa­upp­lýs­ingar í líkön um áhrif breyt­inga á launum og veitt ráðgjöf við endur­skoðun og endur­hönnun launa í fyrir­tækjum.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu í greiningu þeirra starfa sem nauð­syn­legar eru til að skil­greina jafn­verðmæt störf og ekki síður í þeim úttektum á greiddum launum sem nauð­syn­legar eru, til dæmis til að uppfylla skil­yrði staðals um jafn­launa­kerfi frá árinu 2012 (ÍST 85:2012).

  • Launagreiningar.
  • Samanburður við markaðslaun.
  • Mótun launastefnu.
  • Innri samkvæmni í launasetningu.
  • Mótun starfafjölskyldna.
  • Flokkun starfa.
  • Greining starfa samkvæmt Ístarf staðli.
  • Mótun jafnréttisstefnu.
  • Þarfagreining og val á launakerfum.

Ráðgjafar Capacent aðstoða einnig fyrirtæki við að útfæra og innleiða árangurstengd launakerfi og kaupréttarkerfi sem byggja á grundvallaratriðum virðisstjórnunar.