lock search attention facebook home linkedin twittter

Viðtöku­á­ætlun (Succession planning)

Ráðningar og há starfsmannavelta eru dýr og tímafrek fyrirtækjum. Margt er hægt að gera til að vinna á þessum þáttum en kerfislægt skipulag á innanhús ráðningar og þróun starfsfólks getur þar spilað stóran þátt.

Flest starfsfólk þráir að ná lengra og fá fleiri tækifæri. Með stefnumiðuðu kerfi gefur vinnuveitandi starfsfólki sínu betri möguleika í leit sinni að auknum tækifærum án þess það þurfi að líta til annarra fyrirtækja í þeim tilgangi. Með þessu ættu fyrirtæki að geta lágmarkað kostnað sem verður til vegna hárrar starfsmannaveltu og ráðningarferla. Auk þessa hefur getur kerfi sem þetta virkað sem hvetjandi afl á starfsmenn og haft jákvæð áhrif á hollustu. Hér er um að ræða atriði sem skilar ávinningi fyrir bæði fyrirtæki og starfsmenn.
Sérstaða Capacent liggur í vönduðu greiningarferli, kortlagningu og tilbúningi áætlunar með það að markmiði að bæta sjálfbærni og skilvirkni innanhússráðninga viðskiptavina. Um er að ræða aðferðir sem víða eru notaðar erlendis með frammúrskarandi árangri. Með kerfi sem þessu má lágmarka kostnað í ráðningum, halda í frammúrskarandi starfsfólk og skapa einstaka fyrirtækjamenningu þar sem stjórnendur fyrirtækisins þekkja innviðina fullkomlega.