lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjórnun

Verkefnastjórnun er fagsvið sem snýst um gerð áætlana, skipulagningu, hvatningu fólks og stýringu aðfanga til að ná skilgreindum markmiðum.

Fagleg nálgun við verkefnastjórnun miðar að því að afurðum sé skilað og markmiðum náð innan tíma- og kostnaðarramma. Þeim árangri er meðal annars náð gegnum stýringu samskipta, markvissu samspili við bakland verkefnisins og lágmörkun árekstra milli tímabundinna verkefna og daglegra starfa þátttakenda.

Capacent hefur á að skipa hópi ráðgjafa sem eru vottaðir verkefnastjórar frá Alþjóða verkefnisstjórnunarsambandinu IPMA. Vottun IPMA þýðir að þeir hafa sýnt fram á reynslu sína af utanumhaldi flókinna verkefna.

Ráðgjafar Capacent taka að sér óháða verkefnisstjórnun, þar sem leiða þarf saman ólíka hagsmunaaðila. Einnig taka ráðgjafar Capacent að sér stjórnun verkefna fyrir hönd viðskiptavina þar sem leiða þarf breytingar, til dæmis innleiðingu á stefnu, skipulagsbreytingar, sameiningu stofnana eða uppsetningu á nýjum upplýsingakerfum.

Verkefnisstjórar Capacent

Aðkoma ráðgjafa að verkefni sem verkefnisstjóri hefur ótvíræða kosti í för með sér. Ráðgjafinn leiðir verkefni með lykilhagsmunaðilum óháð stöðu þeirra í innra skipulagi stofnana eða fyrirtækja eða óháð seljanda þeirrar lausna sem verið er að innleiða.

Ráðgjafar Capacent veita einnig stjórnendum og verkefnateymum þjálfun í lögmálum og aðferðum verkefnastjórnunar og leiðsögn og ráðgjöf við undirbúning og framkvæmd verkefna á verktíma.

Ráðgjafar Capacent beita Scrum aðferðafræði við stjórnun og teymisvinnu, ef það hentar viðkomandi verkefni.