lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­skipulag

Stjórnskipulag er verkfæri til að ná fram þeirri sýn sem fyrirtæki eða stofnun hefur á framtíðina og þeim markmiðum sem að er stefnt. Því er mikilvægt að skipulag taki mið af stefnu og því hlutverki sem starfsemi fyrirtækis eða stofnunar byggir á.

Skipulag er gangverkið í starfseminni og það þarf að vera einfalt, skilvirkt og öllum ljóst.

Mikilvægt er að skilgreina vald, ábyrgð og verkaskiptingu á skýran hátt, festa samráð í sessi, lýsa setningu markmiða og gerð áætlana, tryggja miðlun upplýsinga og gæta þess að eftirfylgni aðgerða innan skipulags sé öguð og öflug.

 

 

Nálgun Capacent byggir á því að svara þremur lykilspurningum tengdum skipulagsmálum.

Er skipulagið skynsamlegt?
Skoðað hvort skipulag taki mið af hlutverki fyrirtækis eða stofnunar og tryggi að áherslan sé á kjarnastarfsemina. Að lykilverkefnum sé komið fyrir á skynsamlega og rökréttan hátt.

Er skipulagið að virka?
Skoðað hvort virkni skipulags sé með þeim hætti að það tryggi skilvirkni og gott starf. Allir ferlar séu einfaldir, flækjustig lítið, ákvarðanir markvissar, miðlun upplýsinga góð, markmið skýr og eftirfylgni aðgerða öflug. Öll hjól snúist í takti.

Er skipulagið vel mannað?
Metið hver staðan er með tilliti til liðsheildar og stjórnunar. Er til staðar hópur starfsmanna sem vinnur eftir sömu grunngildum, ástundar vinnubrögð og hefur viðhorf til að skila góðu starfi? Skilar viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum þjónustu sem uppfyllir kröfur þeirra?