lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­enda­efling

Markviss efling stjórnenda gerir þá betur í stakk búna til að takast á við sitt daglega hlutverk og til að innleiða stefnumörkun eða breytingar.

Capacent hefur mikla reynslu af eflingu stjórnenda, sem gjarna fer fram í hópum, en einnig á einstaklingsgrunni.

Aðferðir Capacent við stjórnendaeflingu eru sniðnar að þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar, en yfirleitt er um að ræða 4-9 mánaða tímabil þar sem stjórnendur koma reglulega í þjálfun, samkvæmt fyrirfram mótaðri dagskrá og með skýrum markmiðum. Þjálfunin byggist mikið á verkefnavinnu, markþjálfun og hópvinnu, en lítið er um beina fyrirlestra af hálfu ráðgjafa. Þá er lögð áhersla á að tengja þjálfunina við aðra vinnu sem er í gangi innan fyrirtækisins, hvort sem þar er um að ræða stefnuinnleiðingu eða mannauðstengd verkefni.

Meðal þeirra gagna og greininga sem notaðar eru til að styðja stjórnendaeflingu Capacent eru 360° stjórnendamat og persónuleikamat eða styrkleikamat með endurgjöf.

Stjórnendaefling Capacent styðst meðal annars við lausnir CEB/SHL, sem er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði mats- og mannauðslausna, en einnig er notað styrkleikamat Gallups og stjórnendamat Capacent.