lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðn­inga­stjóri/ráðn­ing­ar­ráð­gjafi til leigu

Þjónustan er fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja úthýsa ráðningum eða fá aðstoð við ráðningar til lengri eða skemmri tíma.

Fyrirtæki fá aðgang að föstum ráðgjafa sem þekkir vinnustaðinn, menninguna og starfsmannahópinn vel auk þess að hafa aðgang að reynslumiklu ráðningar- og mannauðsteymi Capacent.
Þjónustan hentar vel þeim sem vilja lágmarka kostnað vegna ráðninga yfir lengri tíma án þess að tapa gæðum. Ráðgjafar Capacent hafa starfað við allar tegundir ráðninga – frá framlínu til forstjóra auk þess að hafa stýrt viðamiklum ráðningarverkefnum og mönnun heilla fyrirtækja.
Sem dæmi um algeng viðfangsefni ráðningarráðgjafa á þessu sviði má nefna greiningu á starfi, öflun umsækjanda, flokkun umsækjanda, mat á umsækjendum, umsagnaöflun, bakgrunnstékk, samningaviðræður, gerð ráðningasamninga, nýliðamóttaka, gerð ráðningarstefnu, árangursmælingar ráðninga og ráðgjöf til stjórnenda samhliða öllum ferlinu.
Þarfir rekstrarins á hverjum tíma stýra inntaki, umfangi og þróun þjónustunnar og sveigjanlegir samningar tryggja að lausnin er hagkvæm hverju sinni.
Leiga á ráðningarstjóra getur einnig verið í formi þjónustusamnings um tiltekið magn af ráðningum yfir lengri eða skemmri tíma.