lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðgjöf við starfslok

Þegar fyrirtæki á frumkvæði að starfslokum er mikilvægt að styðja við það starfsfólk sem hættir. Í öðrum tilfellum þarf að greina ástæður starfsloka sem starfsfólk á frumkvæði að.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af ráðgjöf við einstaklinga sem eru um það bil að hætta störfum vegna uppsagna. Markmiðið með þjónustunni er að undirbúa einstaklinginn fyrir nýja sókn á vinnumarkað og að styðja hann í að kynna sig á sem árangursríkastan hátt. Þjónustan er byggð upp kringum viðtöl við reynda ráðgjafa Capacent og felur meðal annars í sér fyrirlögn og túlkun á styrkleikamati Gallup eða persónuleikamati ef þess er óskað. Þá er aðstoð veitt við uppsetningu og/eða uppfærslu ferilskráa og kynningarbréfa auk þess ráðlagt er um markmiðasetningu, framvindu starfsleitar og undirbúning fyrir viðtöl.

Önnur þjónusta sem ráðgjafar Capacent veita felur í sér aðstoð við skipulag og framkvæmd uppsagna. Markmið slíkrar vinnu er að fylgja réttum ferlum um leið og leitast er við að lágmarka óánægju og rask, bæði meðal starfsmanna sem hætta og þeirra sem eftir sitja. Stjórnendur fá þjálfun og aðstoð við framkvæmdina og undirbúning fyrir þau erfiðu samtöl sem þessu ferli fylgja.

Loks aðstoða ráðgjafar Capacent fyrirtæki og stofnanir sem glíma við óæskilega starfsmannaveltu. Capacent hefur mikla reynslu af gerð svokallaðra starfslokagreininga, en þá er um að ræða kannanir þar sem fyrrverandi starfsmenn eru spurðir um ástæður starfsloka sinna og sýn á vinnustaðinn nokkrum mánuðum eftir að þeir hætta. Rannsóknir sýna að lítil fylgni er á milli uppgefinnar ástæðu við starfslok og niðurstaðna slíkra greininga. Úrvinnsla úr greiningum sem þessum á sér stað á stjórnendafundum þar sem unnið er með umbótatækifæri sem greiningin leiðir í ljós.