lock search attention facebook home linkedin twittter

Liðs­heild, samskipti & starfs­um­hverfi

Til að hópur samstarfsmanna nái hámarksárangri er mikilvægt að liðsheildin sé sterk, starfsumhverfið heilbrigt og samskipti í uppbyggilegum farvegi.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu af styrkingu teyma og er áherslan lögð á að nýta viðeigandi líkön og greiningar svo að vinnan verði markviss og árangur mælanlegur. Efling teyma fer gjarna fram á vinnustofum og með viðtölum. Byggt er á tilteknu líkani af árangri teyma, sem tengt er við viðeigandi greiningartæki, og þannig unnið markvisst að bættu samstarfi innan teymisins. Sem dæmi um greiningartæki sem notuð eru má nefna liðsheildargreiningu Capacent, styrkleikmat Gallups og/eða teymisgreiningu CEB/SHL. Ráðgjafar Capacent leiða síðan vinnustofurnar þar sem teymið vinnur í sameiningu úr niðurstöðum, setur sér markmið og mótar vinnulag til framtíðar.

Uppbygging liðsheildar á stærri vinnustöðum felur gjarna í sér röð af vinnustofum eða starfsdögum þar sem unnið er með ákveðin þemu, til dæmis í kjölfar vinnustaðagreiningar, mælingar á vinnustaðamenningu eða í kjölfarið á mótun gilda. Starfsmenn eru virkjaðir til þátttöku, greiningar og umbótavinnu og aðgerðir og lausnir eru settar fram í því skyni að bæta vinnustaðinn og starfsumhverfið. Á undan eða eftir vinnustofum af þessu tagi er gjarna unnið sérstaklega með þá stjórnendur sem við á.

Tengd þjónusta

Þá veitir Capacent aðstoð við mótun og innleiðingu stefnu á ýmsum sértækum sviðum, svo sem eftirfarandi:

  • Einelti og áreitni, fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð.
  • Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlanir, þ.m.t. um jöfn laun.
  • Heilsuefling á vinnustað, þ.m.t. fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem þjálfun í orkustjórnun og viðbrögð við vanda og stuðningskerfi t.d. vegna andlegs álags og/eða persónulegs vanda.
  • Fræðslustefna, greining fræðsluþarfa og mótun ferla t.d. fyrir móttöku nýliða.
  • Innri boðskipti og fundaskipulag.