lock search attention facebook home linkedin twittter

Jafn­launa­vottun

Capacent veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf í undirbúningi fyrir jafnlaunavottun og getur þannig einfaldað innleiðingu hennar til muna.
Hvenær eiga fyrirtæki að vera komin með vottun?

Samkvæmt lögum um jafnlaunavottun skulu opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri öðlast vottun fyrir eftirfarandi dagsetningar.

 • Fyrirtæki og stofnanir með yfir 250 starfsmenn // 31. desember 2019
 • Fyrirtæki og stofnanir með 150-249 starfsmenn // 31. desember 2020
 • Fyrirtæki og stofnanir með 90-149 starfsmenn // 31. desember 2021
 • Fyrirtæki og stofnanir með 25-89 starfsmenn // 31. desember 2022

 

Ráðgjöf við undirbúning jafnlaunavottunar

Lög um jafnlaunavottun hafa það að markmiði að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Gott er að hafa í huga að jafnlaunakerfið er komið til að vera og þarf að endurnýja vottun á þriggja ára fresti auk þess að gera þarf launagreiningu og fá viðhaldsvottun á hverju ári. Áherslur Capacent taka mið af þessu og er undirbúningsvinnan unnin þannig að kerfið og þekkingin sitja eftir hjá fyrirtækinu sem unnið er fyrir.

Markmið vinnunnar er að undirbúa fyrirtækið fyrir úttekt hjá vottunaraðilum. Capacent leggur áherslu á hagnýta nálgun og að flækja hlutina ekki meira en þarf. Capacent getur verkefnastýrt vinnunni, útvegað verkfæri úr verkfærakistu sinni, aðstoðað við greiningu og flokkun starfa, unnið grunn að verklagsreglum, rýnt launagögn og gert launagreiningu sem hægt er að nýta í úttekt. Farið er í gegnum ferlið í mikilli samvinnu við fulltrúa fyrirtækja og stofanana en þar getur Capacent komið að öllu undirbúningsferlinu eða hluta þess.

Jafnlaunakerfi í rauntíma

Capacent getur jafnframt boðið birtingartól sem hægt er að tengja beint við launakerfi og fylgjast þannig með launamálum í rauntíma.

Capacent býr orðið yfir mikilli þekkingu á undirbúningsferli jafnlaunavottunar eftir að hafa unnið með fjölda fyrirtækja í slíkri vinnu.

Vottunaraðilar

Í dag eru starfandi fjórir vottunaraðilar sem eru með starfsleyfi eða undanþágu til að framkvæma úttektir frá Jafnréttisstofu. Þeir eru:

 • BSI á Íslandi
 • I – Cert ehf
 • Versa Vottun ehf
 • Vottun hf

 

Umsögn viðskiptavina okkar hjá Síldarvinnslunni

5 þættir sem vandaður undirbúningur skilar:

 • Rýni og tiltekt í launabyggingunni.
 • Betri skilning á samhengi starfa og launa.
 • Aukið öryggi í ákvörðunum um laun.
 • Bætt skjölun og gagnsæi launaákvarðana.
 • Aukið traust starfsmanna til launaákvarðana.

 

Hér getur þú lagt inn beiðni um símtal: