lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvata- & bónus­kerfi

Hvatning í formi launa hefur meiri áhrif á hegðun starfsfólks en margt annað. Þótt ætla megi að fólk taki almennt skynsamlegar ákvarðanir hefur reynslan sýnt að auka má líkurnar á góðri frammistöðu með réttri hvatningu.

Ráðgjafar Capacent hafa mikla reynslu og þekkingu tengda því að tengja laun stjórnenda og annarra starfsmanna við árangur í starfi. Við höfum til dæmis aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að útfæra og innleiða árangurstengd launakerfi og kaupréttarkerfi sem byggja á grundvallaratriðum virðisstjórnunar. Möguleikar eru óendanlega margir og margt ber að varast.

Capacent aðstoðar einnig við stefnumótun um hlunnindi og ýmis umbunarkerfi starfsmanna, t.d. viðurkenningar- og verðlaunakerfi. Eins hefur Capacent unnið að ýmsum verkefnum á sviði stefnumótunar og starfsmannamála fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.

Nálgun Capacent

Þjónusta Capacent á sviði árangurstengingar og hvatakerfa felur í sér að finna leiðir til að hvetja starfsfólk til að vinna stöðugt að því að bæta árangur, t.d. með því að fjárfesta viturlega, nýta eignir á markvissan hátt, bæta þjónustu eða auka sölu. Hjá fyrirtækjum á markaði snýst reksturinn öðru fremur um að auka hluthafavirði til lengri tíma til hagsbóta fyrir hluthafa, starfsmenn, samfélagið og aðra hagsmunaaðila.

Að mörgu þarf að huga og taka þarf afstöðu til ýmissa þátta við útfærsluna. Hér eru nokkrar spurningar sem venjulega þarf að taka afstöðu til við hönnun og útfærslu hvatakerfa:

  • Til hvaða starfsfólks skal hvatakerfi ná?
  • Hvaða árangursmæling er notuð?
  • Hvaða tímabil verða lögð til grundvallar?
  • Hvernig eru viðmið sett?
  • Hver er áhættudreifingin í hvatakerfinu?
  • Á að notast við bónusbanka?
  • Á að setja þak á bónusgreiðslur?
  • Hvernig á að standa að innleiðingu?