lock search attention facebook home linkedin twittter

Frammi­stöðu­stjórnun

Frammistöðustjórnun og frammistöðumat eru meðal áhrifaríkustu aðferða til að auka skilvirkni og samhæfingu í rekstri og stjórnun fyrirtækja og stofnana.

Grundvallaratriði fyrir vel heppnað frammistöðumat er að byggt sé á frammistöðulíkönum sem hæfa hverju starfi eða starfafjölskyldu. Frammistöðulíkön nýtast bæði við frammistöðumat og aðra þætti mannauðsmála. Mótun frammistöðulíkana er unnin í nánu samstarfi við starfsfólk og stjórnendur og byggt á eldri gögnum sem til eru.

Capacent hefur þróað FRAMA, sem er lausn fyrir frammistöðusamtöl og rafrænt utanumhald um þau. Kerfið er aðlagað að inntaki hvers fyrirtækis og heildstæð þjónusta veitt við árleg samtöl og vinnslu stjórnendaupplýsinga í kjölfarið.

Einnig er boðið upp á þjálfun stjórnenda við frammistöðumat og endurgjafarsamtöl. Þá veitir Capacent aðstoð við þróun lykilmannagreininga og annarrar úrvinnslu úr frammistöðumati.