lock search attention facebook home linkedin twittter

Breyttar forsendur á tímum COVID-19

Ráðgjafar Capacent fylgja þér alla leið

Við erum öll að ganga í gegnum það sama. Við þurfum í sameiningu að sigrast á þeirri áskorun sem við stöndum frammi fyrir.

Capacent hjálpar fyrirtækjum:

 • Að sigrast á tímabundnum áskorunum
 • Að standa vörð um fólkið sitt
 • Að búa sig undir framtíðina

Við komumst í gegnum þetta saman.

Ráðgjöf Capacent er tvíþætt; annars vegar að aðstoða stjórnendur fyrirtækja við skipulag og framkvæmd starfsloka eða skerts starfshlutfalls. Hins vegar með ráðgjöf og stuðningi við einstaklinga sem eru að hætta störfum og þurfa stuðning til byggja sig upp á ný á vinnumarkaði.

Markmiðið með þjónustunni er að stjórnendur geti staðið rétt og vel að framkvæmd uppsagna þar sem reynt er að lágmarka rask á vinnustaðnum.

Capacent hefur á að skipa ráðgjöfum og sérfræðingum sem hafa mikla reynlu af því að aðstoða og veita ráðgjöf í kjölfar starfsmissis. Auk þess rekur Capcent stærstu ráðningarþjónustu landsins.

Stjórnendur fyrirtækja geta nýtt sér þjónustu Capacent til að vanda til verka og draga úr því álagi stjórnendur standa frammi fyrir nú.

Hér er hægt að leggja inn beiðni um símtal og við finnum réttan ráðgjafa fyrir þig.

Aðstoð við stjórnendur vegna starfsloka:

Markmiðið með þjónustunni er að tryggja að vel sé staðið að starfslokaferlinu með réttum samskiptum til að lágmarka óánægju og óþægindi meðal þeirra starfsmanna sem eru að ljúka störfum og þeirra sem eftir sitja.

 • Ferli uppsagna og breytinga á ráðningasamningum
 • Framkvæmd og skipulag þegar um fleiri en eitt tilvik er að ræða
 • Undirbúningur stjórnenda fyrir erfið samtöl
 • Samskipti inni á vinnustaðnum í kjölfarið

Ráðgjöf í kjölfar atvinnumissis:

Markmiðið með þjónustunni er að undirbúa einstaklinga fyrir að sækja fram á vinnumarkað á nýjan leik, undirbúa starfsferlisskrá og kynna sig á árangursríkan hátt.

 • Starfslokasamtal, þar sem ráðgjafi ræðir við starfsmann í kjölfar uppsagnar
 • Styrkleikamat, markmiðasetning og markþjálfun, verkfæri sem gefur einstaklingum kost á að nýta til að endurmeta stöðuna og taka ígrundað næsta skref á vinnumarkaði
 • Ráðgjöf við gerð ferilskrár, kynningarbréfs og undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
 • Viðtal hjá ráðgjafa Capacent í ráðningum