lock search attention facebook home linkedin twittter

Virð­is­stjórnun

Þegar upp er staðið snýst rekstur flestra fyrirtækja um að skapa virði fyrir hluthafa sem ætlast til þess að fá hæfilega ávöxtun fyrir það fjármagn sem þeir leggja fyrirtækjum í té.

Virðisstjórnun er hugmynda- og aðferðafræði um rekstur og stjórnun fyrirtækja. Virðisstjórnun metur árangur út frá ávöxtun fjármagns og leggur höfuðáherslu á framfarir. Með virðisstjórnun geta fyrirtæki skapað sér samkeppnisforskot sem skilar hluthöfum, viðskiptavinum og starfsfólki meiri ávinningi en almennt gerist. Lokamarkmiðið er að innan fyrirtækisins ríki hugarfar sem einkennist af því að allir starfsmenn hugsi líkt og þeir ættu fyrirtækið sjálfir.

Virðisstjórnun er í heild sinni yfirgripsmikið verkefni og getur verið flókið. Því er mikilvægt að muna að markmiðið er að virkja fólk til góðra verka en ekki að setja upp dýr og flókin kerfi.

Virðisstjórnun byggir á nokkrum afmörkuðum lausnum sem hægt er að innleiða hverja fyrir sig. Capacent hefur til dæmis aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að útfæra og innleiða árangurstengd launakerfi sem byggja á grundvallaratriðum virðisstjórnunar. Eins hefur Capacent þróað og innleitt öflugar áætlana- og uppgjörslausnir fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.

Eftirfarandi fimm meginskref hafa ráðgjafar Capacent til hliðsjónar við innleiðingu virðisstjórnunar.

  1. Virðismat reksturs
  2. Virðistré og mælikvarðar
  3. Kerfi og verkferli
  4. Hvetjandi launakerfi
  5. Virðisupplýsingar