lock search attention facebook home linkedin twittter

Verðmat

Er rétti tíminn til að selja? Hefur bókfært virði eigna rýrnað? Er samningsverð sanngjarnt? Verðmat frá óháðum aðila hjálpar til við að svara þessum spurningum.

Allar eignir hafa verðgildi hvort heldur þær eru áþreifanlegar eða ekki. Til að árangur náist við stjórnun eigna og til að tryggja arðsemi er nauðsynlegt að þekkja virði eignanna.

Algengast er að verðmat sé gert í tengslum við viðskipti með hluti, en verðmat er einnig notað til að þekkja og staðfesta virði eigna.

Auk þess sem verðmatsaðferðum er beitt við mat á virði hluta í viðskiptum milli aðila er þeim einnig beitt við gerð sannvirðismats (Fairness Opinions) og við gerð virðisrýrnunarprófs (Impairment Tests).

Ráðgjafar Capacent hafa gert verðmöt við ýmsar aðstæður þar sem ýmist er unnið fyrir kaupanda eða seljanda eða gert er sameiginlegt verðmat fyrir báða aðila. Í sumum tilfellum gera aðilar verðmat sjálfir en leita til óháðs aðila um sannvirðismat (Fairness Opinion) þar sem farið er yfir helstu forsendur verðmatsins og lagt mat á það hvort verð í viðskiptum er sanngjarnt fyrir þann aðila sem leitar eftir matinu. Við uppgjör félaga þarf í mörgum tilfellum að leggja mat á virði einstakra eigna í þeim. Capacent hefur aðstoðað þessi félög við framkvæmd virðisrýrnunarprófa, þ.e. lagt mat á það hvort virði umræddra eigna haldist óbreytt milli ára.

Virði hlutar í eign ræðst af því hversu miklu virði hann getur skilað eiganda sínum á þeim tíma sem hluturinn er eign hans. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að gera verðmat, s.s. núvirðing frjáls fjárflæðis, verðmat byggt á kennitölum og mat á virði einstakra eigna. Capacent beitir þessum aðferðum eftir því sem við á hverju sinni, en að öðru jöfnu er núvirðingu sjóðsstreymis beitt við verðmat.

Capacent leggur áherslu á það við mat á virði fyrirtækja að þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar séu gegnsæjar og að lesandi verðmatsskýrslu geti greint áhrif einstakra forsendna á niðurstöðu matsins.