lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­lagning og tekju­leki

Verðlagning á vöru og þjónustu hefur í mörgum tilfellum úrslitaáhrif á arðsemi fyrirtækja. Þrátt fyrir það byggja verðákvarðanir oftast á undirliggjandi kostnaði eða jafnvel ágiskunum.

Verðlagning hefur bein áhrif á sölu og þar af leiðandi hagnað. Það er því til mikils að vinna því það er vissulega mögulegt að finna rétta verðið hverju sinni.

Verðlagning ætti alltaf að byggjast á því virði sem skilar sér til viðskiptavina og þá að teknu tilliti til markhópa, samkeppni, ímyndar o.fl.  Við mælum ekki með hinni algengu „kostnaður plús“ aðferð þar sem söluverð ræðst alfarið af innkaupsverði eða framleiðslukostnaði. Sú nálgun er ávísun á glötuð tækifæri því ekki er tekið tillit til virðis í augum viðskiptavina og markaðsstöðu seljandans.

Glötuð tækifæri væru jafnvel hægt að kalla tekjuleka en það er þegar óhagræðing, mistök eða ágiskun verða hluti af ferlinu.

Capacent aðstoðar viðskiptavini við að ná árangri við verðlagningu með margvíslegum hætti, allt frá því að greina einstaka markaði og virði vöru/þjónustu í augum viðskiptavina og yfir í að þjálfa starfsfólk og breyta verkferlum.

Fjögur skref til að ná árangri í verðlagningu og minnkuðum tekjuleka:
  • Verðdreifni og frávikagreining. Skýr mynd er dregin fram af nettóverði vara út frá dreifni og mismunandi sjónarhornum. Ásamt því eru möguleg frávik dregin fram.
  • Verðákvarðanir og heimildir. Yfirsýn yfir ákvarðanir er varða verð og afslætti. Ferlið frá listaverði til söluverð og þaðan til nettóverðs er listað upp.
  • Tekjuleki greindur. Tekjuleki kortlagður og settur fram myndrænt til að öðlast skilning á því hvernig einstakar ákvarðanir hafa áhrif á nettóverð vara.
  • Úrbótatækifæri. Úrbótatækifæri tilgreind og forgangsraðað og mögulegur ávinningur þeirra metin.

 

Hér gefst þér kostur á að biðja um símtal frá ráðgjafa: