lock search attention facebook home linkedin twittter

Uppbygging áhættu­stýr­ingar

Mótun og innleiðing áhættustýringar er eitt mikilvægasta verkefni sem stjórnendur taka sér fyrir hendur.

ISO 31000 er alþjóðlegur staðall um áhættustjórnun og í staðlinum er áhætta skilgreind sem „áhrif óvissu á markmið“ og hefur þannig bæði neikvæða og jákvæða eiginleika. Því er mikilvægt við áhættustjórnun að huga ekki einungis að áhættu heldur einnig að jákvæðum þáttum, þ.e. tækifærum.

Hægt er að gera áhættumat fyrir allan rekstur fyrirtækis eða fyrir einstaka þætti þar sem óvissa er mikil.

Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögulega áhættu í rekstrinum en einnig að ljóst sé hvar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða.

Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættuvitund starfsmanna aukist og stjórnendur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrirtækja.

Eitt lykilatriði við áhættumat er að beita ekki of flókinni nálgun og að auðvelda þannig stjórnendum og starfsmönnum að meta og velja áhættu sem á að lifa með eða milda.

Capacent notar hugbúnaðinn Xadd ERM í úrvinnslu áhættumats.