lock search attention facebook home linkedin twittter

Smíði fjár­mála- & uppgjörslíkana

Treystir þú þínum tölum? Uppgjör, áætlanir, verðmöt og hagkvæmnisathuganir eru dæmi um verkefni sem hægt er að leysa með smíði líkana, t.d. í Excel, eða með notkun sérhæfðari hugbúnaðar.

Innan íslenskra fyrirtækja hefur notkun á Excel líkönum verið útbreidd enda möguleikar miklir við útreikninga og framsetningu á tölulegum niðurstöðum. Það frjálsræði sem Excel veitir getur hins vegar skapað villur og önnur vandamál.

Capacent hefur mikla reynslu af smíði fjármálalíkana, allt frá einföldum arðsemisútreikningum til flókinna deildaskiptra áætlana- og uppgjörslíkana. Líkönin hafa þótt einstaklega aðgengileg, auðveld í notkun og áreiðanleg.

Unnið er samkvæmt bestu aðferðum við hugbúnaðargerð og möguleiki er að fá í hendur vottað líkan sem gerir ákvarðanatöku fjármálastjórans markvissari.

Dæmi um líkön sem Capacent hefur smíðað í Excel eru:

  • Uppgjörs- og áætlanalíkön sem notuð eru hjá meirihluta sveitarfélaga.
  • Áætlunar-, uppgjörs- og bókhaldslíkön sem eru notuð og dreift af Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  • Gagnagrunnstengd samstæðuuppgjörslíkön fyrir fyrirtæki.
  • Virðislíkön og virðistré til greiningar á raunhagnaði félaga og einstakra eininga innan þeirra.
  • Sjóðstreymislíkön af ýmsum stærðum og gerðum.
  • Verðmatslíkön og ýmiss konar líkön til mats á fjárfestingum.