lock search attention facebook home linkedin twittter

Rekstrar- & stjórn­sýslu­út­tektir

Stjórnsýsluúttekt er fyrst og fremst gerð í því skyni að meta stjórnskipulag og hvernig opinberum aðilum tekst að sinna lögbundnum (og ólögbundnum) verkefnum.

Leitast er við að kanna hvort ábyrgð og hlutverk stjórnenda og starfsmanna sé rétt fyrir komið. Einnig fer fram athugun á boðleiðum og virkni skipulagseininga. Rekstrarúttektir innan stjórnsýslunnar snúast um það að greina hvernig ferlum, fjármálum og öðrum björgum er beitt til að veita þjónustu eða, ef um eftirlitsstofnun er að ræða, að sinna eftirliti á sem hagstæðastan hátt.

Afurðir verkefna á þessu sviði er úttektarskýrsla sem hefur að geyma ábendingar sem geta varðað stjórnskipulag, starfsmenn, fjármál, stefnu, markmið og annað sem betur má fara hjá stofnunum.

Capacent hefur víðtæka reynslu á þessu sviði og hafa ráðgjafar komið að tugum verkefna sem hafa það að markmiði að bæta íslenska stjórnsýslu.

Í verkefnum á sviði rekstrar- og stjórnsýsluúttekta er miðað við að:

  1. Meta árangur í samræmi við markmið og stefnu.
  2. Meta hagkvæmni og skilvirkni í starfsemi.
  3. Greina úrbótatækifæri.
  4. Greina forgangsröðun verkefna.