lock search attention facebook home linkedin twittter

Fjár­hagsút­tektir

Er skuldastaðan erfið? Úttekt á fjárhag fyrirtækis, sveitarfélags eða opinberrar stofnunar er fyrsta skrefið til að bæta stöðuna.

Nauðsynlegt er að þekkja fjárhagsstöðu félaga og helstu áhættuþætti áður en hafist er handa við að gera breytingar á rekstri til að ná árangri og bæta skuldastöðu.

Fyrirtæki samanstanda af fjölda samninga sem gerðir eru við eigendur, lánveitendur, stjórnendur, starfsmenn, birgja, viðskiptavini o.s.frv. Fjárhagsúttekt snýr að því að skoða þessa samninga, getu fyrirtækisins til að standa við þá og hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á þeim.

Capacent vinnur fjárhagsúttektir í náinni samvinnu við viðskiptavini.  Gerð er greining á því hvernig einstakir þættir starfseminnar ganga, samningar rýndir og metið hvort gera þurfi breytingar á þeim til að ná markmiðum og uppfylla skyldur.

Markmið slíkra úttekta ætti ávallt að vera að vinna að því að auka og/eða viðhalda verðmætum.