lock search attention facebook home linkedin twittter

Fyrir­tækja­ráð­gjöf

Capacent hefur mikla reynslu af ýmiss konar fjármálaráðgjöf, fjárhagslegum og hagfræðilegum greiningum, verðmötum og úttektum.

Er þjóðhagslega arðbært að hafa flugvöll í Vatnsmýrinni? Er skuldastaðan erfið? Er rétti tíminn til að selja? Treystir þú þínum tölum? Er reksturinn að skila nægjanlegri ávöxtun á bundið fé?

Þetta eru allt dæmi um spurningar sem ráðgjafar Capacent aðstoða viðskiptavini við að svara.

Verkefnin eru af ýmsum toga, allt frá því að smíða flókin fjármála- og verðmatslíkön yfir í að aðstoða kaupendur eða seljendur við kaup og sölu fyrirtækja.