lock search attention facebook home linkedin twittter

Power BI

Power BI frá Microsoft er eitt mest notaða viðskiptagreindartól í heiminum í dag.

Power BI

Power BI hentar bæði stórum og smáum skipuheildum en í boði eru ýmar þjónustuleiðir sem hægt er að velja á milli út frá þörfum:

 • Power BI Desktop er ókeypis skýrslugerðatól ætlað fyrir gagnavinnslu og framsetningu uppí skýið.
 • Power BI Pro er einstaklingsleyfi sem er nauðsynlegt til að deila skýrslum eða skoða skýrslur sem aðrir hafa gert aðgengilegar í skýi Microsoft.
 • Power BI Premium er capacity-based leyfi þar sem nefndir AAD notendur þurfa ekki að fá úthlutuðu leyfi til þess að skoða skýrslur (skýrsluhöfundar þurfa áfram Pro leyfi).
 • Power BI Embedded er Azure þjónusta ætluð fyrir hugbúnaðarfyrirtæki til þess að samþætta Power BI virkni inn í lausnir. Svipar til Premium en hefur þó enn sveigjanlegra Power by the hour verðmódel.
 • Power BI Report Server er on-prem lausn sem byggir á SQL Server Reporting Services (SSRS).

Notendur hafa ólík hlutverk sem gott er að hafa í huga þegar leið er valin:

 • Skýrslu- og gagnasmiðir (Content creators) eru sérfræðingar sem nota Power BI Desktop til þess að útbúa gagnasett og/eða skýrslur.
 • Gagnaverðir (Content distributors)
  • Hefðbundin dreifileið Power BI Pro eða Premium = User owns data
  • BI-Manager dreifileið Power BI Embedded = Application owns data
 • Endanotendur
  • Greinendur og sérfræðingar
  • Stjórnendur og starfsfólk
  • Samstarfsaðilar (External team members)
  •  Viðskiptavinir
  • Almenningur