lock search attention facebook home linkedin twittter

Certent Disclosure Mana­gement (CDM)

Capacent býður CDM sem lausn til að tryggja markvissari og skilvirkari vinnu við innri og ytri skýrsluskil.

Þrátt fyrir ýmis BI greiningar- og skýrslugerðartól er einnig þörf á skýrslugerð þar sem upplýsingar eru túlkaðar og skýrðar með texta samhliða töflum, gröfum o.s.frv.
Það er áskorun að skila áreiðanlegum upplýsingum undir tímapressu þar sem Excel skjöl og handvirk yfirfærsla inn í skýrslur leika stórt hlutverk og villuhætta er mikil. Fjármálastjórar og þeirra teymi þekkja vel hvað þessi vinnsla getur verið þung í vöfum.
CDM stuðlar að áreiðanlegum, hraðvirkum og skilvirkum upplýsingaskilum sem auðvelda framangreinda vinnslu. CDM hentar sérstaklega vel fyrir reglubundna endurtekna skýrslugerð, t.d. uppgjör, stjórnarskýrslur fjárfestakynningar og ýmis opinber upplýsingaskil.
Hægt er að lesa inn öll núverandi Office skjöl og skýrslur og færa þannig vinnslu þeirra inn í CDM umhverfið sem er fjölnotenda umhverfi sem inniheldur verkferla, aðgangsstýringar, tékklista, afstemmingar, skoðun breytinga o.fl. Í stað fjölda skjala (Word, Excel, PowerPoint o.s.frv.) eru öll gögn vistuð í gagnagrunni en síðan unnið með þau í Office viðmóti.

CDM uppfyllir kröfur EBA, EIOPA og ESMA (ESEF) um rafræn XBRL og iXBRL skýrsluskil, þ.m.t. væntanleg skil ársreikninga á iXBRL formi.
Nánari upplýsingar hér.