lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­tryggð bréf taka dýfu

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Verðtryggð bréf taka dýfu: Verðtryggða ávöxtunarkrafan hækkaði nokkuð í síðustu viku og lækkaði gengi verðtryggðra bréfa að meðaltali um 0,63%. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa var að meðaltali óbreytt. Gengi skammtíma ríkisbréfa hækkaði þó nokkuð en gengi langtíma ríkisbréfa lækkaði til jafns.

Væntingar um aukna verðbólgu: Halli óverðtryggða vaxtaferilsins hefur aukist töluvert síðastliðinn mánuð. Munur á ávöxtunarkröfu RIKB20 og RIKB31 er nú rúmlega 55 punktar en var tæpir 30 punktar fyrir um mánuði síðan. Væntingar fjárfesta um vaxandi verðbólgu á næstu árum virðast því hafa aukist. Fáar hagtölur hafa þó birst síðastliðinn mánuð sem styðja þessa hækkun. Hratt virðist vera að draga úr hækkun fasteignaverðs, gengi krónu hefur verið nær óbreytt og óvenjulega stöðugt og örlítið virðist vera að hægja á vexti einkaneyslu og kaupmáttar. Hins vegar var nýtt fjárlagafrumvarp samþykkt fyrir áramót en í því var gert ráð fyrir útgjaldaaukningu sem næmi 30 ma.kr. umfram fyrra fjárlagafrumvarp sem var lagt fram í haust. Það verður að teljast umtalsverð aukning þar sem gert var ráð fyrir afgangi af fjárlögum sem nemur 33 ma.kr. eða 1,2% af VLF. Einnig má benda á að nokkur titringur er vegna endurskoðunar kjarasamninga.

Verðbólguálag: Verðbólguálag hefur hækkað samfara væntingum um vaxandi verðbólgu. Í upphafi árs 2018 er verðbólguálag til 8 ára 2,97% en til 4 ára um 2,58%. Á sama tíma fyrir ári var verðbólguálag til 8 ára 2,46% en til 4 ára 2,12%.

Skoða greiningu →