lock search attention facebook home linkedin twittter

Viðbrögð við samþykkt Samkeppn­is­eft­ir­listsins á kaupum Haga á Olís

Viðbrögð við samþykkt Samkeppniseftirlitsins á kaupum Haga á Olís

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Haga á Olís

Hagar hafa náð sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup Haga á Olís og fasteignafélaginu DGV. Síðasta verðmatsgengi Capacent á Högum var 56,5. Capacent lagði mat á áhrif kaupa Haga á Olís og höfðu kaupin 8% jákvæð áhrif á verðmat Haga. Verðmatsgengi Haga eftir kaup á Olís er um 61. Hér verður þó að setja þá fyrirvara að ekki var tekið tillit til skilyrða Samkeppniseftirlitsins við mat á áhrifum kaupanna á verðmat Haga. Síðasta verðmat Capacent á Högum kom út í byrjun júlí í kjölfar uppgjörs 1. ársfjórðungs félagsins sem var í maí.

Um helgina birtist frétt um að ríkisstjórnin stefndi að banni á nýskráningu bensín-og dísilbíla eftir árið 2030. Líkt og Capacent benti á árið 2016 að þá stefna stærstu bílaframleiðendur heims líkt og Toyota að hætta framleiðslu bíla sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti eftir árið 2030. Það er því líklegt að áhrif stefnunnar á sölu eldsneytis séu lítil þar sem framboð bifreiða sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti verður líklega takmarkað eftir 2030. Capacent hefur gert ráð fyrir því í verðmati sínu á olíufélögunum. Stefna stjórnvalda virðist ekki vera sérlega stórhuga eða framúrstefnuleg í ljósi þess að leiðandi bílaframleiðendur stefna hvort eð er á að hætta eða draga mjög úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.