lock search attention facebook home linkedin twittter

Stíl­brot

Meðfylgjandi er vikulegt skuldabréfayfirlit

Stílbrot: Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði að meðaltali um 0,56% í síðustu viku. Gengi verðtryggðra íbúðabréfa lækkaði hins vegar um 0,8% að meðaltali. Hér varð stílbrot því að samfellt frá síðasta hausti hefur gengi óverðtryggðra skuldabréfa lækkað og gengi verðtryggðra skuldabréfa hækkað. Þessa þróun má greinilega sjá á mynd 4 þar sem verðbólguálag til 5 ára lækkaði mikið í síðustu viku og fór úr 3,15% í 2,95%. Verðbólguálag til 9 ára lækkaði úr 3,25% niður í 3,13%. Forvitnilegt verður að sjá hvort að um sé að ræða tímabundna lækkun á verðbólguálaginu eða hvort það sé búið að ná jafnvægi. Væntanlega mun þróun fasteignaverðs á næstunni slá taktinn um þróun verðbólguálags.

Ávöxtunarkrafa RIKB31 er of lág og gengi bréfsins of hátt í samanburði við RIKB28. Helstu tækifæri á skuldabréfamarkaði er í RIKB28 samkvæmt framvirka óverðtryggða vaxtaferlinum.

Skoða greiningu →