lock search attention facebook home linkedin twittter

EBITDA Eimskips 2017

Bráðabirgðatölur um afkomu Eimskips

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 var rekstrarhagnaður Eimskips fyrir afskriftir (EBITDA) á bilinu 57 til 58 milljónir evra. Bráðabirgðatölur eru því undir þeirri 60 til 62 milljóna evra afkomuspá sem gefin var út þann 21. nóvember 2017.

Rekstraráætlun Capacent gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður Eimskips fyrir afskriftir (EBITDA) yrði 58,5 milljónir evra. Þannig var rekstrarspá Capacent nokkuð fyrir neðan afkomuspá Eimskips og í takt við bráðabirgðatölur um afkomu. Verðmatsgengi Capacent var 298 og hafa bráðabirgðatölur óveruleg áhrif á verðmatsgengi eða innan við 1% til lækkunar.