lock search attention facebook home linkedin twittter

Gefa stýri­vaxta­hækkun undir fótinn

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Gefa stýrivaxtahækkun undir fótinn: Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum líkt og sterklega var búist við. Seðlabankinn benti á það augljósa að væntur slaki í ríkisfjármálum mun kalla á aukið aðhald í peningamálum. Að þessu viðbættu er töluverð óvissa vegna kjarasamninga. Aukin óvissa kallar á hærra vaxtastig og varfærna nálgun, hvort sem um er að ræða gerð verðmata eða stýrivaxtaákvörðun.

Guði sé lof fyrir Stefán Brodda: Fundur Peningastefnunefndar var þunnt setinn en þar kom fram að vinna við „frekari“ losun fjármagnshafta væri í fullum gangi en einhverskonar bindiskylda mun verða áfram og þá líklegast á vaxtarmunarviðskiptum.

Óbreyttir stýrivextir og gengisstyrking en samt hækkar óverðtryggða ávöxtunarkrafan: Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað nokkuð í viðskiptum dagsins eða um 5 til 10 punkta. Óverðtryggða ávöxtunarkrafan er heldur hærri en fyrir mánuði síðan líkt og sjá má á mynd 1.

Gengi skuldabréfa mjakast upp: Gengi skuldabréfa mjakaðist upp á við í síðustu viku en gengi óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,15% að meðaltali í síðustu viku. Gengi verðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 0,12% að meðaltali í síðustu viku. Á meðan ávöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa hefur hækkað örlítið síðastliðin mánuð hefur ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa heldur lækkað líkt og sjá má á mynd 3.

Skoða greiningu →