lock search attention facebook home linkedin twittter

Spáum tæplega 0,2% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs í nóvember

Meðfylgjandi er verðbólguspá nóvembermánaðar

Aukin verðbólga: Verðbólgan mun fara yfir 2% í nóvember ef verðbólguspá Capacent gengur eftir. Capacent spáir 0,17% hækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í nóvember og mun 12 mánaða verðbólgan fara í 2,1% sem er hæsta gildi verðbólgunnar á þessu ári.

Fjör á fasteignamarkaði á landsbyggðinni: Verulega hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignaverð virðist hafa staðnæmst miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem það byrjaði að hækka fyrst eftir bankahrun. Hins vegar virðast enn vera umtalsverðar hækkanir á landsbyggðinni. Framangreint ætti ekki að koma á óvart en í hinni hefðbundnu fasteignasveiflu byrjar fasteignaverð að hækka fyrst miðsvæðis og færir sig svo til úthverfa og jaðarsvæða. Capacent gerir ráð fyrir 0,75% hækkun fasteignaverðs sem jafngildir 9% verðhækkun á ársgrunni. Hærra fasteignaverð hefur 0,14% áhrif á vnv til hækkunar. Samtals gerir Capacent ráð fyrir að húsnæðisliður vísitölunnar hafi um 0,16% áhrif á vnv til hækkunar. Auk fasteignaverðs er leiguverð og viðhald í húsnæðislið vnv.

Örlítil lækkun á matvælaverði: Grænmeti lækkar gjarnan í verði á þessum árstíma er innlendu grænmeti fækkar í hillum verslana. Einnig styrktist gengi krónunnar nokkuð í október en matvælaverð er hvað næmast fyrir gengissveiflum. Capacent gerir ráð fyrir örlítilli lækkun á matvælaverði. Örlítið lægra matvælaverð hefur 0,02% áhrif á vnv til lækkunar.

Fatasalar vilja ekki fara í jólaköttinn og hækkar verð á fatnaði gjarnan á þessum árstíma. Capacent gerir því ráð fyrir að lítillega hærra verði fatnaðar sem hefur 0,05% áhrif á vnv til hækkunar.

Frekari umfjöllun má finna í viðhengi

Skoða greiningu →