lock search attention facebook home linkedin twittter

Hamingju­dagar á skulda­bréfa­markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Hamingjudagar á skuldabréfamarkaði: Sannkallaðir hamingjudagar voru á skuldabréfamarkaði í síðustu viku og hækkaði gengi skuldabréfa að meðaltali um 1,3%. Gengi óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 1,4% að meðaltali og verðtryggðra skuldabréfa um 1,1%. Rólegheit hafa verið á skuldabréfamarkaði í vikunni sem er að líða og gengi og ávöxtunarkrafa að mestu verið óbreytt.

Framvirkiferillinn: Samkvæmt framvirka óverðtryggða ferlinum eru bestu kaupin í RIKB28 en ávöxtunarkrafa bréfsins er um 4 punktum hærri en RIKB31.

Náttúrulegt raunvaxtastig 1%?  Athygli vekur að verðbólguálag hefur snarlækkað eða um tæplega 70 punkta frá seinni part september mánaðar. Að mati Capacent hafði skuldabréfamarkaður of selt langtíma óverðtryggð skuldabréf og var ávöxtunarkrafa ríkisbréfa of há og því kauptækifæri í ríkisbréfum. Lægra verðbólguálag nú en fyrir mánuði síðan liggur að öllu leyti í að óverðtryggða ávöxtunarkrafan lækkaði nærri jafn mikið og verðbólguálagið. Hins vegar hafa verðtryggð skuldabréf setið eftir líkt og glögglega má sjá á mynd 3. Það er frekar undarlegt vegna þess að lesa mátti úr kynningu Peningamálastefnunefndar að náttúrulegt raunvaxtastig á Íslandi væri mun lægra en áður var talið.  Þannig hefði mátt búast við lækkun á verðtryggðu ávöxtunarkröfunni. Lægra vaxtastig kemur ekki aðeins fram í nafnvöxtum. Að mati Capacent gæti því verið tækifæri í að auka vægi verðtryggðra bréfa.

Skoða greiningu →