lock search attention facebook home linkedin twittter

Skamm­tíma skulda­bréf hækka í verði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Skammtíma skuldabréf hækka í verði: Litlar sviptingar voru á skuldabréfamarkaði í síðustu viku en Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum líkt og flestir bjuggust við. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði að meðaltali um 0,12%. Hins vegar hækkaði gengi skuldabréfa með skemmstan líftíma en lækkaði hjá skuldabréfum með lengri líftíma. Sama var upp á teningnum hjá verðtryggðum skuldabréfum þar sem gengi verðtryggðra bréfa lækkaði um 0,13% að meðaltali en gengi stysta bréfsins HFF24 hækkaði um 0,19%.

Óvissuliðir: Eins og hjá flestir ofspáði Capacent hækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í ágúst. Helstu frávikin lágu í tveimur helstu óvissuliðum vnv, flugfargjöldum og húsnæðisverði. Samkvæmt könnun Capacent var lítilsháttar lækkun á verði flugfargjalda í ágúst en verð þeirra lækkaði um tæplega 12% samkvæmt mælingu Hagstofu. Einnig var hækkun fasteignaverðs minni en Capacent gerði ráð fyrir. Það lág þó fyrir upp úr miðjum mánuðinum er hækkun fasteignaverðs lág fyrir, að væntingar Capacent um hækkun fasteignaverðs voru í hærra lagi. Samtals útskýra þessir tveir liðir 0,25% frávik en spá Capacent hljóðaði upp á 0,5% hækkun en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25%.

Vörur með stystan hillutíma hækka í verði: Ef kafað er dýpra í tölurnar að þá eru vörur með mestan veltuhraða eða stystan „hillutíma“ að hækka í verði. Matvælaverð hækkaði nokkuð í verði og þá sérstaklega ávextir og grænmeti sem hækkuðu um nærri 5% í verði. Eldsneytisverð hækkaði einnig duglega eða um 3%. Líkt og Capacent hefur bent á er gengisveiking krónu ekki nægileg til þess að hafa áhrif á verð vara með lengri hillutíma líkt og fatnað, raftæki og húsgögn. Ljóst er þó að gengisveikingin þarf ekki að vera mikið meiri til þess að hún fari að koma að fullum þunga inn í verðlag og hafi áhrif á verð vara með lengri hillutíma. Það eru því enn blikur á lofti.

Það eru jákvæð teikn á lofti: Það eru einnig jákvæð teikn á lofti en verulega hefur dregið úr hækkun fasteignaverðs og hefur hækkun fasteignaverðs síðustu tveggja mánaða verið um 4 til 5% á ársgrunni. Það er mikill viðsnúningur frá um 25% hækkun á ársgrunni. Óvissan er mikil nú varðandi framtíðar verðbólgu og getur brugðið til beggja átta. Ef gengi krónu verður að mestu óbreytt og hækkun fasteignamarkaðarins undanfarið er vísbending um það sem koma skal er svartsýni að gera ráð fyrir að verðbólgan verði rétt undir 3%. Ef gengi krónu mun veikjast í haust og rólegheit fasteignamarkaðarins upp á síðkastið endurspeglar aðeins tímabundin sumarblús er mikil bjartsýni að ætla að verðbólgan verði undir 3%.

Skoða greiningu →