lock search attention facebook home linkedin twittter

Gengi HFF24 hækkar í verði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Gengi HFF24 hækkar í verði: Gengi ríkisbréfa var að mestu óbreytt í síðustu viku ef frá er skilið gengi RIKB31 sem hækkaði um 0,41%. Hvað hagstæðust kaup voru í skuldabréfinu RIKB31 meðal óverðtryggðra bréfa en framvirki ferillinn gaf til kynna að bréfið væri lítillega undirverðlagt á markaði. Á meðal verðtryggðra bréfa hækkaði gengi HFF24 um 0,37% er ávöxtunarkrafa bréfsins lækkaði um 3 punkta. Gengi bréfsins hélt svo áfram að hækka í verði í gær er ávöxtunarkrafa bréfsins lækkaði aftur um 3 punkta. Að mati Capacent er bréfið undirverðlagt á markaði og ávöxtunarkrafa bréfsins of há, þegar litið er til þátta eins og verðbólguálags og raunvaxtastigs. Ávöxtunarkrafa HFF24 er nú 2,80% og er að mati Capacent um 50 punktum of há þrátt fyrir um 6 punkta lækkun á ávöxtunarkröfunni síðustu daga.

Verðbólguálag til 4 ára hækkar: Í kjölfar þess að ávöxtunarkrafa HFF24 lækkaði, þá hækkaði verðbólguálag til 4 ára og er nú komið í rúmlega 2%. Munurinn á 4 ára og 8 ára verðbólguálagi er því rúmlega 50 punktar en ekki um 60 punktar líkt og í síðustu viku.

Vaxtaákvörðun eftir 2 vikur: Fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í langan tíma verður þann 23. ágúst næstkomandi. Veikara gengi og auknar verðbólguvæntingar ættu að draga úr líkum á stýrivaxtalækkun og mætti vænta óbreyttra stýrivaxta af þeim sökum. Á móti kemur að nokkuð annan tón hefur mátt merkja frá Seðlabankanunum undanfarna 6 til 12 mánuði. Endurskoðun hefur verið á „náttúrulegu“ raunvaxtastigi og virðist bankinn horfa meira til vaxtamunar nú en hann gerði áður. Bankinn er því orðinn óútreiknanlegri en áður. Ef peningastefnunefnd telur að raunvaxtastig sé umtalsvert lægra nú en fyrir nokkrum árum, þá má vel búast við nokkrum litlum stýrivaxtalækkunum á næstu misserum. Stóra spurningin er hins vegar hvað telur Seðlabankinn að „náttúrulegt“ raunvaxtastig sé.

Skoða greiningu →