lock search attention facebook home linkedin twittter

Syfju­legar vikur

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Syfjulegar vikur: Síðustu vikur á skuldabréfamarkaði hafa verið fremur syfjulegar. Gengi krónunnar veiktist um 1,5% í síðustu viku. Samhliða gengisveikingunni lækkaði gengi óverðtryggðra bréfa um 0,3% að meðaltali og gengi verðtryggðra bréfa hækkaði um 0,67% að meðaltali.

Óverðtryggði vaxtaferilinn hefur breytt um lögun: Síðustu vikur hefur óverðtryggði ferillinn verið að breyta um lögun og er hann orðinn örlítið upphallandi en var örlítið niðurhallandi. Ef fjárfestar búast hvorki við vaxtahækkun eða vaxtalækkun á óverðtryggði ríkistryggði vaxtaferill að vera aðeins upphallandi þar sem áhættan í að fjárfesta til langstíma er meiri. Það er því eðlilegt að gera kröfu um hærri ávöxtunarkröfu hjá bréfum með langan líftíma en hjá bréfum með styttri af þeirri einföldu ástæðu að meiri áhætta er að fjárfesta í langtíma óverðtryggðum skuldabréfum. Hins vegar er munurinn á ávöxtunarkröfu RIKB22 og RIKB31 aðeins 6 punktar og því ljóst að umbunin er lítill fyrir þá auknu áhættu sem felst í að fjárfesta í RIKB31. Áhættan í óverðtryggðum ríkispappírum liggur fyrst og fremst í verðbólguáhættu en greiðslufalls- eða gjaldþrotaáhættan er lítil.

Skoða greiningu →